Ríflega fimm þúsund útdrættir hafa verið sendir inn til birtingar í tengslum við 26. heimsráðstefnu IUFRO sem fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð í júní á næsta ári. Þetta sýnir að áhuginn hefur aldrei verið meiri á ráðstefnunni í gervallri sögu IUFRO. Dr. Elena Paoletti, formaður vísindanefndar IUFRO, segist himinlifandi að sjá svona marga útdrætti. Það fullvissi skipuleggjendur ráðstefnunnar um að í boði verði vísindaleg dagskrá í hæsta gæðaflokki og árangur ráðstefnunnar eftir því.
Skógræktarfélag Reykjavíkur býður til formlegrar opnunar á landsátaki Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í söfnun og sáningu á birkifræi fyrir árið 2023 miðvikudaginn 13. september kl. 18. Þetta árið er mest framboð á birkifræi í Vesturbyggð, reytingur á Vestur- og Suðurlandi en lítið fyrir norðan og austan.
Svo er að sjá sem að minnsta kosti einn af þeim nýju skaðvöldum sem farnir eru að herja á birki hérlendis hafi eignast náttúrlegan óvin sem gæti slegið á tjónið sem hann veldur. Sníkjudýr hefur fundist á Íslandi sem virðist lifa sníkjulífi á lirfum birkiþélu. Hugsanlegt er að sama sníkjudýrið lifi einnig á öðrum tegundum sem herja á birkið. Hann gæti þar með stuðlað að jafnvægi og dregið úr tjóni á birkinu.
Þöll er gamalt orð í norrænu máli sem meðal annars kemur fram í fornum kveðskap í kenningum eins og skrúða þöll. Upprunaleg merking er væntanlega fura eða jafnvel bara barrviður. Fura er til dæmis kölluð tall í sænsku nútímamáli. Það orð er af sama meiði og þöll í íslensku. Í grasafræðinni er ein ætt barrtrjáa kölluð þallarætt og henni tilheyra nokkrar ættkvíslir, sedrusviðir, þin-, lerki-, furu- og grenitegundir, en líka þallir. Því má segja að þetta gamla orð, þöll, hafi einskorðast í íslensku nútímamáli við tré af einni þessara ættkvísla.
Niðurstöður rannsókna nokkurra íslenskra vísindamanna á ástandi íslenskra gróðurvistkerfa sýna að ástand lands er almennt slæmt ofan 180 metra hæðar á annesjum en samsvarandi hæð er nokkru ofar inn til landsins á öðrum svæðum. Grein um efnið kom út nýverið í vísindaritinu PLOS ONE.