rá stofnun Skógræktarinnar hefur eitt af meginviðfangsefnum stofnunarinnar verið birkiskógar landsins. Fyrri hluta síðustu aldar var lagt mat á ástand birkiskóga og þeir verndaðir eftir fremsta megni, m.a. með beitarfriðun. Síðar á öldinni var farið í ýtarlegri úttektir, kortlagningu og mælingar á skógunum. Undir lok aldarinnar var gagnsemi skóga í baráttu við loftslagsbreytingar orðin að nýrri áherslu í eftirliti með skógunum. Hér fer á eftir ferðasaga þriggja manna mælingahóps sem mældi birki í Stafafellsfjöllum á Lónsöræfum sumarið 2020.
Í Ársriti Skógræktarinnar sem kom út í júní fjallar Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri um snjóbrot í skógum veturinn 2019-2020. Þegar voraði árið 2020 og fólk fór að skoða sig um í skógum staðfestist það sem margir óttuðust að mikið var af brotnum trjám eftir veturinn á öllu norðanverðu landinu. Nokkuð var einnig á Austurlandi og jafnvel á Suðurlandi.
Sumarleyfistíminn er nú í hámarki og því er takmörkuð viðvera á starfstöðvum Skógræktarinnar vítt og breitt um landið. Frá 19. júlí til 16. ágúst eru flestir starfsmenn stofnunarinnar í fríi og ekki hægt að ganga að því vísu að svarað verði í síma. Bent er á starfsmannaskrána á skogur.is ef fólk á brýn erindi á þessu tímabili.
Smíði eldaskála og þjónustuhúss í Vaglaskógi gengur vel en hitinn að undanförnu hefur verið helst til mikill að undanförnu, segir byggingarstjórinn. Byggingin er öll úr íslensku timbri og þar verður aðstaða til að halda samkomur í skjóli, grilla og komast á snyrtingar. Þetta er sambærilegt mannvirki og þegar er risið í Laugarvatnsskógi og hafinn er undirbúningur að því þriðja í Hallormsstaðaskógi. Rætt var um framkvæmdina við skógarvörðinn á Norðurlandi á sjónvarpsstöðinni N4 nýverið.
Ilmbjörk (Betula pubescens) er eina íslenska trjátegundin sem myndar samfelldan skóg. Hún er ein mest gróðursetta trjátegundin í skógrækt á Íslandi undanfarin ár. Mikilvægt er að efniviðurinn sé góður og valin séu þau kvæmi birkis sem henta á því svæði sem gróðursett er á. Þá er ljóst að kvæmi geta verið misvel móttækileg fyrir ýmsum skaðvöldum. Einnig getur verið munur á því hversu mikið meindýr sækja í viðkomandi kvæmi.