Yggdrasill Carbon er nýtt, austfirskt nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur að framgangi vottaðra, íslenskra kolefniseininga sem nýta má til kolefnisjöfnunar.
Skógræktin hefur gert samstarfssamning við Land Life Company um að rækta skóg á 500 hekturum lands á næstu tveimur árum. Gróðursetning er þegar hafin á tveimur samningssvæðum af þremur, á Stálpastöðum Skorradal og í Þjórsárdal.
Skógræktin og Samband íslenskra sveitarfélaga boða til kynningarfundar um landsáætlun í skógrækt föstudaginn 11. júní kl. 09-10. Fundurinn verður haldinn með rafrænum hætti á Teams.
Um 25 lítrum af birkifræi sem safnaðist á Norðurlandi í landsátaki á liðnu hausti var dreift á Hólasandi 25. maí. Valið var svæði á sandinum þar sem dreift hefur verið gori úr sláturhúsi og fæst nokkur samanburður á því hvernig fræinu reiðir af með og án áburðaráhrifa frá gornum. Þessa dagana er verið að dreifa síðasta fræinu úr landsátakinu og fer það meðal annars í Selfjall í Lækjarbotnum þar sem sumarstarfsfólk sér um dreifinguna.
Notendur rafræns dagatals Skógræktarinnar geta nú skipt um skjámynd á tölvum sínum og sett inn dagatal júnímánaðar. Á því er ljósmynd Atla Arnarsonar ljósmyndara af sveppnum teygjuhelmu, Mycena epipterygia.