Ársrit Skógræktarinnar er komið út á ársskýrsluvef stofnunarinnar. Í ritinu kennir ýmissa grasa og þar er fjallað um ýmsa þætti í starfsemi Skógræktarinnar. Rannsóknir eru einna fyrirferðarmestar að þessu sinni og nefna má skemmtilega og ríkulega myndskreytta ferðasögu skógmælingafólks í Lósöræfi og Stafafellsfjöll. Þá er í ritinu einnig fróðleg samantekt um hvar skógarbændur búa og starfa, grein um snjóalög í Vaglaskógi fyrr og nú ásamt myndaröð sem sýnir snjóbrot í norðlenskum skógum eftir óveðrin veturinn 2019-2020. Ársritið er nú eingöngu gefið út með rafrænum hætti.
Notendur rafræns dagatals Skógræktarinnar geta nú skipt um skjámynd á tölvum sínum og sett inn dagatal júlímánaðar. Á því er ljósmynd Atla Arnarsonar ljósmyndara af sveppnum naflatoppu, Chromosera citrinopallida
Allar helstu nytjatrjátegundirnar sem er að finna í ræktuðum skógum á Norðurlandi henta vel í stað innfluttra kola í kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík. Stafafura reynist t.d. úrvalshráefni, með eða án barkar, og gæti hentað í viðarkol sem notuð væru í stað alls jarðefnakolefnis í ofnrekstrinum. Til að fullnægja núverandi kurlþörf kísilmálmverksmiðjunnar á Bakka þyrfti að rækta asparskóga á um 35% þess svæðis sem hentar til asparræktunar við Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslum eftir áformaða stækkun þyrfti að rækta iðnviðarskóg á um 70% alls góðs asparlands á svæðinu. Asparræktun á öllu góðu asparlandi í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum gæti bundið um 9 milljónir tonna af koltvísýringi á 20 árum.
Í nýútkomnu tölublaði af Riti Mógilsár er lýst úttekt á kolefnisbindingu sem átt hefur sér stað í Kolviðarskógi á Hofssandi frá síðustu mælingu árið 2014. Í ljós kemur m.a. að töluverð sjálfsáning birkis á sér stað sem mun hraða kolefnisbindingu svæðisins. Þá hefur binding í trjágróðri á svæðinu tvöfaldast á þeim sex árum sem liðu milli mælinga. Í spá fram til 2030 er gert ráð fyrir áframhaldandi aukningu á árlegri bindingu.
Um 100 metra löng göngu- og hjólabrú sem að verulegu leyti er smíðuð úr alíslensku timbri er nú tilbúin til notkunar fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Brúin liggur yfir Þjórsá við Búrfell og verður einnig opnuð hestafólki þegar framkvæmdum sem nú standa yfir við Búrfellsvirkjun er lokið.