Notendur rafræns dagatals Skógræktarinnar geta nú skipt um skjámynd á tölvum sínum og sett inn dagatal júlímánaðar. Á því er ljósmynd Atla Arnarsonar ljósmyndara af sveppnum naflatoppu, Chromosera citrinopallida.

Sveppur mánaðarins hjá Skógræktinni var myndaður í Hamrahlíð, Úlfarsfelli. Naflatoppa vex á mosagrónum skógarbotni víða um land. Sunnar í Evrópu er hún sjaldgæf og finnst einungis til fjalla, í snjódældum, á lyngheiðum og í graslendi, oft í djúpum mosa.

Heimild: Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur.

Dagatal Skógræktarinnar 2021 er aðgengilegt á rafrænu formi á vef Skógræktarinnar. Annars vegar er hefðbundið dagatal sem t.d. má prenta út. Hins vegar eru skjámyndir fyrir hvern mánuð ársins. Þessum skjámyndum má hlaða niður til uppsetningar á skjáborði tölvu og þar með er dagatal viðkomandi mánaðar alltaf innan seilingar.

Festa mynd á skjáborði - leiðbeiningar

  1. Smella á hlekkinn hér fyrir neðan.
  2. Hægrismella með músinni á myndina þegar henni hefur verið hlaðið niður.
  3. Smella á „velja sem skjáborðsmynd“ ( „set as desktop background“). Tilbúið!
Texti: Pétur Halldórsson