Enn er pláss fyrir Íslendinga á tengslamyndunardegi NordGen Forest sem fram fer á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík 19. september. Þar er tækifærið til að þróa draumaverkefnið á sviði skógfræði, læra hvernig sækja skuli um styrki og kynnast nýju rannsóknarfólki í skoðunarferð um íslenska náttúru.
Umsagnir Skógræktarinnar og Landgræðslunnar sem sendar hafa verið vegna undirbúnings að stofnun miðhálendisþjóðgarðs ber ekki að túlka sem svo að fyrirhugaður þjóðgarður sé ávísun á örfoka land. Í athugasemdum hafa stofnanirnar komið á framfæri tilteknum atriðum sem eiga að geta nýst nefnd um miðhálendisþjóðgarð í vinnu hennar.
Kanadamenn hyggjast hrifsa af Norðmönnum heimsmeistaratitilinn í smíði háhýsa úr timbri því nú eru áform uppi í Vancouver-borg að reisa háhýsi úr krosslímdum timbureiningum sem verði fjörutíu hæðir og þar með hæsta timburbygging í heimi. Ekki er þó víst að Kanadamenn haldi forystunni lengi því Japanar líta enn hærra.
Vísindamenn við Warnell skógfræði- og auðlindaskólann, sem er hluti af Georgíuháskóla í Bandaríkjunum, hafa komist að því að þar sem landeigendur höggva trjágróður með fram ám og lækjum, til dæmis til að búa til tún eða akra, verða verulegar breytingar...
Undanfarin ár hefur rauðberjalyng fundist í fleiri landshlutum en áður og svo virðist sem tegundin sé að sækja í sig veðrið eftir því sem skóglendi breiðist út. Berin eru bragðgóð og mjög vinsæl í matargerð í Skandinavíu.