Lífmassakaupstefnan Expobiomasa verður haldin í Valladolid á Spáni 24.-26. september. Kaupstefnan er mikilvægt tækifæri til að fræðast og mynda tengsl við fólk, fyrirtæki og stofnanir sem á einhvern hátt tengjast ræktun, úrvinnslu og verslun með lífmassa, meðal annars timbur.
Morgunblaðið ræðir í dag við Björn Traustason, landfræðing hjá Skógræktinni og formann Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, um þau áform að rækta stórfellda skógrækt á Mosfellsheiði. Tilgangurinn er bæði að binda kolefni og að veita höfuðborgarsvæðinu skjól fyrir austanáttum.
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands auglýsir námskeið um mengun, uppsprettur hennar og áhrif þar sem fjallað verður um undirstöðuatriði og meginstefnur í meðhöndlun úrgangs. Námskeiðið er í boði bæði í staðar- og fjarnámi á haustmisseri 2019.
„Áður en víkingarnir settust að á Íslandi var landið klætt skógi en vígamennirnir voru varir um sig og eyddu öllum skóginum. Nú berst þjóðin við að klæða landið skógi á ný. “ Á þessa leið hefst grein sem birtist nýlega á vísindafréttavefnum Phys.org. Þar fjallar franski blaðamaðurinn Jérémie Richard um skógræktarstarf á Íslandi og ræðir við tvo starfsmenn Skógræktarinnar, þá Hrein Óskarsson, sviðstjóra samhæfingarsviðs, og Aðalstein Sigurgeirsson fagmálastjóra.
Endurmenntun LbhÍ stendur fyrir námskeiði um sveppi og sveppatínslu laugardaginn 31. ágúst í samvinnu við Iðuna fræðslusetur. Bjarni Diðrik Sigurðsson, skógfræðingur og prófessor, kennir og námskeiðið fer fram á Keldnaholti í Reykjavík.