Íslandsmeistarakeppnin í skógarhöggi sem fram fór á Skógardeginum mikla 22. júní var geysispennandi en á endanum fór einn starfsmanna Skógræktarinnar með sigur af hólmi, Bjarki Sigurðsson, verkstjóri í starfstöð Skógræktarinnar á Hallormsstað.
Tiltækt er land á jörðinni til ræktunar skóga sem gætu bundið tvo þriðju af þeim koltvísýringi sem mannkynið hefur losað frá iðnbyltingu. Þessi skógrækt myndi ekki þrengja að þéttbýlis- og landbúnaðarsvæðum heimsins. Samanlagt er þetta tiltæka skógræktarland á stærð við Bandaríkin.
Sáð hefur verið til ræktunar einnar og hálfrar milljónar trjáplantna í gróðrarstöðinni Sólskógum á Akureyri. Þetta er stærsta sáning í sögu fyrirtækisins. Framleiðsla eykst nú hjá trjáplöntuframleiðendum og áform eru um uppbyggingu nýrra stöðva.
Tekið var á móti gestum í Þjórsárdalsskógi um síðustu helgi þar sem boðið var upp á bakaðar lummur, ketilkaffi, heitt súkkulaði og greinabrauð fyrir börnin.
Í tengslum við ráðstefnu NordGen um skógarheilsu sem haldin verður í Hveragerði í september verður efnt til stefnumótadags þar sem skógvísindafólki gefst tækifæri til að styrkja tengslanet í fræðunum og þróa hugmyndir að rannsóknarverkefnum.