Viðburðir verða í skógum landsins víða um land á laugardag undir yfirskriftinni Líf í lundi. Þetta er í annað sinn sem efnt er til samvinnu um skógarviðburði þennan dag sem er löngu orðinn hefðbundinn skógardagur í huga Héraðsbúa.
Útbreiðsla skóga á svæðum sem frumbyggjaþjóðir ráða yfir jókst úr 18,3 prósentum 2002 í 24,1% árið 2017. Skógareyðing er helmingi hægari á svæðum sem eru í eigu heimafólks eða frumbyggja en annars staðar. Þetta er meðal tíu staðreynda um frumbyggjaþjóðir sem vakin er athygli á í tengslum við alþjóðlegu landnýtingarráðstefnuna Global Landscapes Forum 2019.
Ísland hefur allt sem þarf til forystu í loftslagsmálum og bindingu koltvísýrings að mati tveggja sérfræðinga sem nú leita leiða til að gera fyrirtækjum og stofnunum kleift í sameiningu að draga úr losun koltvísýrings og ráðast í bindingu hans.
Vinnubrögð arborista verða kynnt á Skógardeginum mikla sem að venju verður haldinn í Mörkinni Hallormsstað þriðja laugardaginn í júní sem að þessu sinni ber upp 22. dag mánaðarins. Fjölbreytt dagskrá verður að venju.
Sitkagrenitré á Barmahlíð Reykhólahreppi mældist 20,06 metrar á hæð nú í vikunni. Þetta er fyrsta tréð á Vestfjarðakjálkanum sem vitað er að náð hafi tuttugu metra hæð. Alaskaösp í Haukadal Dýrafirði vantar rúman hálfan metra til að ná tuttugu metrum.