Hafin er ræktun skógarbeltis yfir þvera Afríku og í Pakistan er stefnt að ræktun tíu millljarða trjáplantna á allranæstu árum. Indverjar hyggjast rækta skóg á landsvæði sem nemur hátt í þriðjungi landsins fram til 2030. Þetta eru dæmi um stórtæk skógræktarverkefni sem nú fara fram í heiminum.
Danskir verknemar í starfsnámi hjá skógarverðinum á Hallormsstað hafa unnið að því að undanförnu að leggja göngustíg um lerkiskóginn ofan við Skriðuklaustur í Fljótsdal. Sæmileg aðsókn hefur verið að tjaldsvæðunum í Hallormsstaðaskógi og hefur vaxið eftir að hlýna tók í veðri í júlí.
Í drögum að nýrri umhverfisstefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð er kveðið á um að binding CO2 úr andrúmsloftinu með skógrækt og endurheimt votlendis skuli aukin verulega í samráði við Landgræðsluna og Skógræktina. Sveitarfélagið skuli stefna að kolefnisjöfnun fyrir árið 2040.
Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktarinnar, óskar eftir upplýsingum frá landsmönnum um ástand skóga landsins og trjánna sem þar vaxa. Allar upplýsingar um óværu á trjánum eru vel þegnar en einnig um skemmdir af völdum þurrka eða annarra áfalla.
Á ráðstefnu sem haldin verður að Reykjum Ölfusi 22. ágúst verður fjallað um öryggismál og eftirlit með trjáklifri, helstu sjúkdóma á trjám, líffræði trjáa og fagmenn sýna trjáklifur. Ráðstefnan er öllum opin endurgjaldslaust en nauðsynlegt er að skrá sig til þáttöku.