Skógræktin hefur flutt starfstöð sína á Ísafirði í nýtt húsnæði í Vestrahúsinu svokallaða við Suðurgötu 12. Tveir fastir starfsmenn eru nú vestra.
Skógur eflir allan landbúnað og fáir bændur eru í eins góðri aðstöðu til kolefnisbindingar og íslenskir bændur, segir formaður Landssamtaka skógareigenda í viðtali við Morgunblaðið. Hann hvetur bændur til að hefja skógrækt enda sé hún góð búbót og í henni felist miklir möguleikar.
Tveir skólar á Laugarvatni, Menntaskólinn á Laugarvatni og Bláskógaskóli, hafa efnt til samstarfs við Skógræktina um að efla gróður á Langamel í vestanverðum Helgadal. Borið verður á landið og sáð gras- og hvítsmárafræi og gróðursettar verða um 900 birkiplöntur.
Með hlýnandi loftslagi nær birki að vaxa ofar í hlíðum dala og fjalla, jafnvel á hálendi landsins. Birki sem vex í 624 metra hæð yfir sjó í Austurdal í Skagafirði hefur nú misst Íslandsmeistaratitil sinn því fundist hefur lifandi birkiplanta í 660-680 metra hæð í Útigönguhöfða á Goðalandi.
„Þetta gerði það að verkum að það varð skógræktarvakning á Íslandi. Út um allt Ísland er verið að rækta skóga. Ekki vissum við þá eða höfðum að minnsta kosti ekki í hávegum að það eru einmitt skógarnir sem binda koltvísýringinn úr andrúmsloftinu.“ Þetta segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sem finnur fyrir vakningu unga fólksins fyrir loftslagsmálum.