Skógræktin tekur að sér að rækta skóg og binda kolefni fyrir Faxaflóahafnir samkvæmt samstarfssamningi sem undirritaður var í dag. Ræktaður verður skógur á landi Faxaflóahafna að Klafastöðum í Hvalfjarðarsveit og á jörðum í umsjón Skógræktarinnar. Með þessari skógrækt verður kolefni bundið í skógi til næstu fimmtíu ára á móti því sem losnar vegna reksturs Faxaflóahafna.
Norræn upplýsingamiðstöð um kynjajafnrétti, NIKK, úthlutaði í dag styrk til undirbúningsverkefnis sem ætlað er að auka hlut kvenna í skógargeiranum. Skógræktin tekur þátt í verkefninu ásamt norsku samtökunum Kvinner i skogbruket, Spillkråkan í Svíþjóð og norsku háskólastofnuninni KUN.
Hópur íslensks skógræktarfólks var á ferð í Póllandi í síðustu viku og heimsótti þá með­al annars Nadleśnictwo Żednia sem er starf­stöð pólsku ríkis­skóg­rækt­ar­inn­ar í þorp­inu Żednia í norðaustanverðu Póllandi. Gestirnir frædd­ust um ýmsar skógræktar­fram­kvæmd­ir ytra, skógarplöntuframleiðslu, áætlanagerð, uppskeru, verndunarmál og fleira.
Í greiningu á stöðu sauðfjárræktar og sauðfjárbænda sem Byggðastofnun gerði fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið er bent á ýmsar aukabúgreinar sem geti stutt við sauðfjárbændur á skilgreindum svæðum. Til dæmis megi binda kolefni með skógrækt og stuðla þannig að kolefnisjöfnuði í sauðfjárræktinni.
Heimsráðstefna IUFRO, alþjóðasambands skógvísindastofnana, er hafið í Freiburg í Þýskalandi. Þetta er 125. heimsþing IUFRO og búist er við um 2.000 vísindamönnum frá 89 löndum á ráðstefnuna. Fylgjast má með erindum á ráðstefnunni í beinni útsendingu.