Árni Bragason landgræðslustjóri og Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri hafa ritað landbúnaðarráðherra bréf þar sem þeir leggja fram í fjórum liðum hugmyndir að nýjum atvinnutækifærum sem nýta mætti til að mæta vanda sauðfjárbænda.
Námskeiðaröð Grænni skóga I á Suður- og Vesturlandi hefst 22. september. Kennt verður í starfstöðvum Landbúnaðarháskólans á Reykjum í Ölfusi (Garðyrkjuskólanum) og á Hvanneyri. Farið verður í vettvangsferðir i skóglendi í nágrenninu. Skráningarfrestur er til 12. september. 
Brynjar Skúlason skógerfðafræðingur og Benjamín Örn Davíðsson gróðursettu í síðustu viku kynbættan fjallaþin í tvo aðskilda frægarða í þjóðskóginum á Vöglum á Þelamörk. Von er á fyrsta fræinu til framleiðslu úrvalsjólatrjáa innan áratugar.
Landssamtök skógareigenda (LSE) auglýsa starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar. Um er að ræða 80 % starf og er miðað við að ráðið verði í það frá 1. nóvember 2017, eða eftir samkomulagi.
Í morgun hófst fræðileg alþjóðleg ráðstefna um jólatrjáarækt á Hótel Natur Svalbarðsströnd við Eyjafjörð. Þar eru samankomnir margir af helstu vísindamönnum á sviði jólatrjáarannsókna í heiminum og ræða um ræktunaraðferðir, kynbætur, sjúkdóma, meindýr og fleira. Ráðstefnan stendur fram á föstudag.