Erfðafjölbreytileiki er grunnur alls líffjölbreytileika. Þetta segir dr Om Rajora, prófessor í skógerfðafræði við háskólann í New Brunswick í Kanada. Hann stýrir málstofu um þýðingu erfðavísinda fyrir verndun lífríkis í skógum og aðlögun að loftslagsbreytingum sem er á dagskrá 125. heimsþings IUFRO. Þingið hefst á mánudag í Freiburg í Þýskalandi.
Í Laugardagsblaði Morgunblaðsins var rætt við Jónatan Garðarsson sem kjörinn var formaður Skógræktarfélags Íslands á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði 25.-27. ágúst. Jónatan segir brýnt að nýr samningur verði gerður um Landgræðsluskóga og gróðursetning tvöfölduð frá núverandi samningi sem rennur út á næsta ári.
Í grein í nýjasta tölublaði Bændablaðsins rekur Brynjar Skúlason skógerfðafræðingur ræktun lerkiskógar í sextíu ár og tíundar afrakstur slíks skógar á vaxtartímanum. Hver hektari gefur um 170 rúmmetra af timbri, þar af um 40 rúmmetra borðviðar.
Dagur íslenskrar náttúru 16. september verður almennur fræsöfnunardagur um allt land. Landsmenn eru hvattir til að safna fræi af trjám, einkum birki, og stuðla þannig að útbreiðslu skóglendis á landinu.
Björgvin Eggertsson, skógfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, kennir trjáfellingar og grisjun með keðjusög á námskeiði sem fram fer á Hallormsstað dagana 17.-19. október. Ekki verða teknir fleiri en tíu nemendur á námskeiðið og umsóknarfrestur er til 10. október.