Undir merkjum samstarfsnets grasagarða, BGCI, hefur svarsins verið leitað undanfarin þrjú ár eða. Rýnt hefur verið í yfir 500 útgefnar heimildir í samráði við sérfræðinga um allan heim. Niðurstaðan er að á jörðinni sé að finna 60.065 trjátegundir.
Ný vesputegund hefur fundist á birki víða um landið og herjar hún á lauf trjánna síðsumars með svipuðum hætti og birkikemba herjar á það í sumarbyrjun. Nýja tegundin hefur hlotið heitið birkiþéla. Eftir er að sjá hvaða áhrif þessi nýja óværa hefur á íslenska birkið sem nú breiðist á ný út um landið.
Nú í september hafa nemendur grunnskólanna í Garðabæ gróðursett trjáplöntur á Álftanesi og í Sandahlíð ofan Kjóavalla. Mikilvægt er að uppvaxandi kynslóðir kynnist trjárækt og læri um mikilvægi trjágróðurs fyrir menn og vistkerfi.
To some, the forests mean combatting illegal logging and associated trade, avoiding deforestation and degradation, conserving biodiversity and protecting wilderness. To others, the forests mean timber as a renewable raw material for uses such as...
Opinn skógur í Brynjudal í Hvalfirði verður formlega opnaður á laugardag, 16. september. Í tilefni af opnuninni verður hátíðardagskrá með skemmtun fyrir alla fjölskylduna og eru allir velkomnir.