Skógræktin óskar eftir að ráða sviðstjóra á rannsóknasviði stofnunarinnar. Rannsóknasvið Skógræktarinnar sinnir alhliða rannsóknum í þágu skógræktar á Íslandi. Miðstöð rannsókna er á Mógilsá við Kollafjörð en rannsóknir eru stundaðar um land allt og rannsóknamenn starfa því einnig á öðrum starfstöðvum stofnunarinnar.
Smáþjóðir um allan heim finna nú vel fyrir áhrifum þeirra loftslagsbreytinga sem eru í gangi á jörðinni. Þar er nú unnið að því að laga stefnumál og þróun að hugmyndunum um sjálfbæra þróun. Hvatt er til nánara samstarfs hins opinbera við atvinnulífið, félagasamtök og samstarfsaðila í þróunarmálum. Þetta kom fram hjá leiðtogum eyja á Kyrrahafi á regnskógaráðstefnu Asíu- og Kyrrahafsríkja sem haldinn var í byrjun mánaðarins í Bandar Seri Begawan, höfuðborg soldánsdæmisins Brúnei á eyjunni Borneó í Suðaustur-Asíu.
Guðmundur Haukur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vistorku, skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann brýnir Íslendinga til dáða í loftslagsmálum og aðgerða í samræmi við markmiðin sem sett voru á loftslagsráðstefnunni í París í desember. Flugvélar verða áfram knúnar jarðefnaeldsneyti um sinn en til að draga úr áhrifum flugsamgangna á lofthjúpin fram til 2030 má binda koltvísýring sem losnar við flug með skógrækt.
Brynja Hrafnkelsdóttir, sérfræðingur á Rannsóknastöð Skógræktarinnar á Mógilsá, segir í samtali við Morgunblaðið í dagað skaðvaldar í skógum og görðum nái sér vel á strik í hlýindum eins og verið hafa í vor og sumar. Hún mælir þó ekki með eitrun enda sé ekki alltaf gott að vita hver áhrifin verða. Skordýr gangi sjaldnast af trjám og runnum dauðum. Skógræktin biður fólk að láta vita um skaðvalda, sérstaklega ný skordýr og þegar þeirra verður vart á nýjum stöðum.
Aðalsteinn Sigurgeirsson, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Hreinn Óskarsson hafa verið ráðin í stjórnunarstöður hjá Skógræktinni sem auglýstar voru fyrr í sumar. Aðalsteinn verður fagmálastjóri, Sigríður Júlía sviðstjóri skógarauðlindasviðs og Hreinn sviðstjóri samhæfingarsviðs. Á næstu dögum verður auglýst lau til umsóknar staða sviðstjóra rannsóknasviðs og einnig staða skógarvarðar á Suðurlandi.