Framkvæmdum er nú að mestu lokið við lagningu 330 metra malbikaðs skógarstígs í Kristnesskógi í Eyjafirði. Stígurinn verður formlega opnaður þriðjudaginn 23. ágúst kl. 15. Fulltrúar Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri og nágrenni, Sjúkrahússins á Akureyri og Skógræktarinnar flytja ávörp við opnunina.
Árleg ráðstefna NordGen Forest fer fram í Växjö í Svíþjóð 21.-22. september. Í þetta sinn verður fjallað um endurnýjun blandaðra skóga og kosti þeirra fyrir efnahag, líffjölbreytni og aðlögun að loftslagsbreytingum. Meðal umræðuefna verður skógræktarskipulag, skógarumhirða og -nytjar, vistfræði, skemmdir, skaðvaldar og markaðstækifæri fyrir viðarafurðir.
Enn er landbúnaður helsta orsök skógareyðingar í heiminum og því er bráðnauðsynlegt að tala fyrir auknu samspili landbúnaðar og skógræktar til að byggja megi upp sjálfbær landbúnaðarkerfi og efla fæðuöryggi. Þetta eru meginskilaboðin í árlegri skýrslu FAO, matvæla- og landbúnaðartofnunar Sameinuðu þjóðanna, um ástand skóga heimsins, The State of the World's Forests (SOFO). Skýrslan var kynnt í dag við upphaf 23. fundar COFO, skógarnefndar Sameinuðu þjóðanna.
Skógræktin óskar eftir að ráða skógarvörð á Suðurlandi. Leitað er að öflugum einstaklingi með háskólapróf í skógfræði eða skógverkfræði. Skógarvörðurinn ber ábyrgð á daglegum rekstri þjóðskóganna á Suðurlandi, aflar sértekna, m.a. með úrvinnslu og sölu skógarafurða, sinnir málefnum ferðafólks, sér um eignir og tæki, áætlanir, úttektir og fleira. Skógarvörður heyrir undir skógarauðlindasvið stofnunarinnar.
Alþjóðleg ráðstefna um búfjárbeit verður haldin á Hótel Natura í Reykjavík dagana 12.-15. september. Ráðstefnan er styrkt af áætlun Norrænu ráðherra­nefnd­ar­inn­ar um sjálfbæra þróun. Norræni gena­bank­inn, NordGen, stendur fyrir ráð­stefn­unni ásamt Landgræðslu ríkisins.