If the recent proposal from the European Commission to integrate the land use sector into the EU 2030 Climate and Energy Framework is adopted, than forest management and afforestation programs may have greater value to the Government as a...
Skógræktarfélag Reykjavíkur efnir til Skógarleika í Heiðmörk laugardaginn 16. júlí. Þar leiða skógarhöggsmenn saman hesta sína í hefðbundnum skógarhöggsgreinum, gestir geta spreytt sig í tálgun, eldsmiður sýnir listir sínar og boðið verður upp á skógarlegar veitingar. Hátíðin verður í Furulundi í Heiðmörk kl. 14-17.
Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, hvetur fólk til að senda upplýsingar um skaðvalda á trjám og aðrar skemmdir á trjágróðri hvar sem er á landinu. Gefnar hafa verið út á vefnum leiðbeiningar um hvernig best sé að skrá slíkar upplýsingar og bæklingur um helstu skaðvalda. Birkikemba herjar nú á birki víða um land og sums staðar eru tré brún að sjá vegna hennar.
Alaskaösp blómstraði mikið í vor víða um land og eftir hagstætt tíðarfar síðustu vikur er útlit fyrir að mikið fræ verði á aspartrjám. Þá er gott tækifæri til að safna fræi af álitlegum trjám og nýta til ræktunar. Fræmiðstöðin á Vöglum í Fnjóskadal hvetur fólk til að fylgjast með fallegum aspartrjám í nágrenni sínu og safna af þeim fræi þegar þau eru þroskuð.
Rúmlega sextíu ára gamalt lerki í Jónsskógi í Hallormsstaðaskógi var rjóðurfellt til að afla viðar í hof ásatrúarmanna sem nú rís í Öskjuhlíð í Reykjavík. Nýlega blótuðu ásatrúarmenn í Jónsskógi til að þakka skóginum timbrið og biðja heilla þeim trjám sem upp vaxa í stað þeirra sem felld voru.