Else Möller, skógfræðingur á Akri í Vopnafirði, gefur góð ráð um ágústverk jólatrjáabóndans. Nú er upplagt velja trén sem seld verða fyrir jólin.
The Wood biomass in the Nordic Bioeconomy (Woodbio) er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður í salnum Rima í Hörpu í Reykjavík 4. október. Fjallað verður um hlutverk viðarlífmassa í norræna lífhagkerfinu.
Alþjóðleg ráðstefna um lífhagkerfið, Minding the future - Bioeconomy in changing Nordic reality, verður haldin í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík dagana 5.-6. október. Vinnusmiðja WoodBio-verkefnisins fer fram 4. október í aðdraganda ráðstefnunnar.
Smíði þjónustuhúss í þjóðskóginum á Laugarvatni gengur vel. Grind þess verður reist í næstu vikum en tíðarfarið í haust og vetur ræður miklu um hvenær húsið verður tilbúið.
Brynhildur Bjarnadóttir, skógvistfræðingur og lektor við HA, segir í Morgunblaðinu í dag frá rannsóknum sínum á öndun að og frá skógi sem ræktaður er á framræstu landi. Skógrækt gæti verið góður kostur til að stöðva koltvísýringslosun frá framræstu landi og arðsamt fyrir landeigandann um leið.