Í nýútkomnu fréttabréfi alþjóðasambands skógrannsóknarstofnana, IUFRO, er sagt frá fundi yfirstjórnar sambandsins í Vín, flutt tíðindi af fundi skógaráðs SÞ í New York og sagt frá viðburðum sem tengjast IUFRO á alheimsráðstefnunni um skóga í Durban í Suður-Afríku í september.
Þessa dagana er unnið að gróðursetningu alaskaaspar í landi Laxaborgar í Dalabyggð. Lionsmenn vestra leggja gjörva hönd á plóginn og safna um leið fyrir tækjum í Heilsugæslustöðina í Búðardal. Með þessari gróðursetningu er fullgróðursett í land Laxaborgar.
Gróður- og jarðvegseyðing í ljósi samfélagsbreytinga á miðöldum er viðfangsefni Egils Erlendssonar, lektors við líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, í örfyrirlestri sem hann flytur á Kaffi Loka í Reykjavík miðvikudaginn 10. júní kl. 12. Þar talar líka Jónatan Hermannsson, lektor við auðlindadeild LbhÍ, um ræktað land á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, og spyr: Hvað voru menn að bedrífa þá?
Á vegum Yndisgróðurs hefur verið gefin út skýrsla í ritröð LbhÍ með ítarlegri lýsingu á 19 íslenskum runnayrkjum sem hafa um langt skeið reynst vel í framleiðslu og ræktun við íslenskar aðstæður. Öll yrkin er að finna í yndisgörðum Yndisgróðurs. Fjallað er um uppruna þeirra, notkun og reynsluna hérlendis.
Í tilefni af sextíu ára afmæli Hlíðaskóla í Öskjuhlíð í Reykjavík var í gær efnt til hátíðargróðursetningar í grenndarskógi skólans. Meðal tegunda sem gróðursettar voru má nefna ask, hlyn, þöll, fjallaþin, lerki, hrossakastaníu, silfurreyni og ilmreyni. Allar plönturnar fengu heimagerða moltu við gróðursetninguna.