Skógrækt ríkisins fær 35 milljónir króna af því 850 milljóna króna framlagi sem ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita til brýnna úrbóta á ferðamannastöðum í umsjá eða eigu ríkisins. Stærstu verkefnin á svæðum Skógræktarinnar verða unnin í Vaglaskógi, á Laugarvatni, við Hjálparfoss og á Þórsmörk.
Skipulagsstofnun hefur fallist á að verða við beiðni um endurupptöku á fyrri úrskurði og heimilað að leiðin um Teigsskóg verði tekin með í nýju umhverfismati Vestfjarðavegar um Reykhólahrepp ásamt fleiri valkostum. Miklu minna rask verður á skóginum með breyttri veglínu frá fyrri hugmyndum. Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar í dag.
i-Tree er samheiti yfir forvitnilegan opinn hugbúnað frá bandarísku alríkisskógræktinni, USDA Forest Service, sem ætlað er að auðvelda greiningu á trjám og skóglendi í þéttbýli, mat á verðmætium þeirra gæða sem trén veita og leiðsögn um skipulag og umhirðu trjágróðurs í þéttbýli.
Í haust var gengið frá endurnýjun samstarfssamnings um að þróa skógartengt skólastarf og tengja samfélagið viðþjóðskóginn í Þjórsárdal. Markmiðið er að finna fjölbreytt verkefni í skólastarfi og fá foreldrana og aðra íbúa í sveitinni til að líta á skóginn sem hluta af náttúru, menningu og námsumhverfi í heimabyggð sinni. Á komandi hausti verður unnið áfram með áhugaverð og hagnýtverkefni, bæði í skólanum og með áhugasömum foreldrum.
Í nýútkomnu tölublaði tímaritsins Við skógareigendur er spáð fyrir um viðarmagn í bændaskógrækt á Héraði, fjallað um skógarbeit, tónlist skógarins, skógræktarmenn í æfingabúðum í keðjusagarútskurði og fleira og fleira.