Þriðji fundurinn í örfyrirlestraröðinni Moldin er mikilvæg

Fjallað verður um moldina og mikilvægi hennar innan vistkerfa á þriðja hádegisfundinum sem haldinn er á Kaffi Loka í Reykjavík í tilefni af alþjóðlegu jarðvegsári. Yfirskrift fundaraðarinnar er Moldin er mikilvæg - örfyrirlestraröð fyrir upptekið fólk en fyrirsögn dagsins er að þessu sinni Mold og menning.

Gróður- og jarðvegseyðing í ljósi samfélagsbreytinga á miðöldum er viðfangsefni Egils Erlendssonar, lektors við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, í örfyrirlestri sem hann flytur á Kaffi Loka í Reykjavík miðvikudaginn 10. júní kl. 12. Þar talar líka Jónatan Hermannsson, lektor við auðlindadeild LbhÍ, um ræktað land á fyrstu öldum Íslandsbyggðar og spyr: Hvað voru menn að bedrífa þá?

Fundurinn hefst kl. 12 á Kaffi loka við Lokastíg 28 í Reykjavík og stendur í klukkustund. Að fundaröðinni stendur Samstarfshópur um ár jarðvegs 2015.