Laufblaðið, fréttabréf Skógræktarfélags Íslands, kemur út í dag með fjölbreyttu efni, fyrsta tölublað ársins 2014. Leiðari blaðsins er helgaður alþjóðlegum degi skóga og Ragnhildur Freysteinsdóttir ritstjóri hvetur fólk til að fara og njóta útivistar í skógi þrátt fyrir árstímann.
Skógareyðing veldur um 12% af allri kolefnislosun í heiminum. Á þetta er minnt á alþjóðlegum degi skóga sem er í dag. Ef hver einasti Íslendingur gróðursetur eitt tré á ári má uppskera timbur að verðmæti 660 milljónir króna eftir 50-80 ár. Skógar skapa auðlind - en til að sú auðlind verði til þarf að gróðursetja tré.
Þegar vetrarveðrin geisa getur verið gott að eiga skíði til að bregða sér á milli húsa. Hallgrímur Indriðason, skipulagsfulltrúi Skógræktar ríkisins, kom á skíðum til vinnu í morgun og Bergsveinn Þórsson hjá Norðurlandsskógum smellti af honum mynd út um gluggann.
Ógróið eða illa gróið land á láglendi nær yfir um tólf prósent landsins, um 12.400 ferkílómetra. Á þessu landi getum við ræktað verðmætan skóg og fengið milljónir króna af hverjum hektara. Í tilefni alþjóðlegs dags skóga hefur Skógrækt ríkisins sett saman myndband um nytjaskógrækt á auðnum.
Vistfræðifélag Íslands heldur árlega ráðstefnu sína um vistfræðileg efni í Norræna húsinu í Reykjavík miðvikudaginn 2. apríl. Skráningarfrestur er til 31. mars.