Leiðarinn helgaður alþjóðlegum degi skóga

Laufblaðið, fréttabréf Skógræktarfélags Íslands, kemur út í dag, fyrsta tölublað ársins 2014. Leiðari blaðsins er helgaður alþjóðlegum degi skóga og Ragnhildur Freysteinsdóttir ritstjóri hvetur fólk til að fara og njóta útivistar í skógi þrátt fyrir árstímann. Hún skrifar:

„Þótt veður geti verið misjöfn þann 21. mars, enn snjór á jörðu og kvöld- og næturdimmt, er samt alveg hægt að halda alþjóðlegan dag skóga hátíðlegan. Allt sem þarf eru góð útiföt, ljósfæri ef haldið er af stað eftir að skyggja tekur og jákvætt hugarfar. Ævintýrin finnast nefnilega í skóginum árið um kring. Það er því um að gera að merkja alþjóðlegan dag skóga inn á dagatalið til frambúðar og halda upp á hann á hverju ári.

Efni Laufblaðsins er annars fjölbreytt að vanda eins og efnisyfirlitið ber með sér:

  • Skógræktarfélag Reykjavíkur kaupir jörð í Borgarfirði
  • Fallegt Yrkjuskilti
  • Myndlistarsýning-Barabarrtré
  • Barnahornið
  • Útinám og útikennslustofur
  • Samstarfssamningur milli Grindavíkurbæjar og Skógræktarfélags Grindavíkur
  • Málþing: Kynbætur á yndisplöntum fyrir Ísland
  • Svipmynd
  • Ný stjórn Skógræktarfélags Bíldudals
  • Fagráðstefna skógræktar 2014
  • Opin hús skógræktarfélaganna
  • NordBio - norræna lífhagkerfið
  • Námskeiðaröð um ræktun jólatrjáa
  • Allir lesa Laufblaðið!
  • Sjaldgæfir tittlingar í Höfðaskógi
  • Minning: Karl Eiríksson
  • Náttúruskógar í Chile í S-Ameríku
  • Skógrækt í skólanum

Laufblaðinu má hlaða niður á pdf.formi hér.