Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur talar á fræðslufundi á Sauðárkróki 26. mars og á Akureyri 27. mars.
Ástæða er til að benda áhugasömum á skemmtilegt myndband sem gert hefur verið um nýja skólabyggingu í Noregi. Byggingin er að mestu úr timbri og ber vott um aukna áherslu Norðmanna á að nota þetta visthæfa, innlenda byggingarefni frekar en önnur til húsagerðar.
Kynbótaverkefni á alaskaösp hefur leitt í ljós að bestu einstaklingarnir geta vaxið um þrjá metra á fimm árum. Jafnframt er mikil viðarmyndun í stofni sem er mikilvægt fyrir til dæmis iðnviðarræktun. Morgunblaðið fjallaði á laugardag um þetta verkefni sem Halldór Sverrisson, sérfræðingur á Mógilsá, kynnti með veggspjaldi á nýafstaðinni fagráðstefnu skógræktar á Selfossi.
Skógræktarfélag Eyfirðinga og Garðyrkjufélag Eyjafjarðar standa fyrir fræðslufundi um rannsóknir og kynbætur á íslensku birki fimmtudagskvöldið 20. mars kl. 20 í Gömlu-Gróðrarstöðinni við Krókeyri á Akureyri. Á fundinum talar Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur.
Aðalfundur Skógfræðingafélags Íslands, sem haldinn var á Selfossi 11. mars, styður eindregið að ný náttúruverndarlög verði tekin til gagngerrar endurskoðunar.