EcoIce / Vistís 2014

Vistfræðifélag Íslands heldur árlega ráðstefnu sína um vistfræðileg efni í Norræna húsinu í Reykjavík miðvikudaginn 2. apríl. Skráningarfrestur er til 31. mars en frestur til að skrá fyrirlestra og veggspjöld er til 21. mars. Ráðstefnan er vettvangur til að koma á framfæri vistfræðirannsóknum og nátengdum efnum.

Skráningargjald er 1.500 krónur

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Vistfræðifélagsins, www.vistis.is eða með því að senda póst á netfangið vistfraedifelag@gmail.com.