Kristján Már Magnússon, skógarverktaki á Héraði, hefur keypt til landsins sérhæfða skógarhöggsvél sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Vélin er bylting fyrir íslenska skógrækt enda afkastar hún eins og margir skógarhöggsmenn.
Stafafurureitur í Þórðarstaðaskógi sem gróðursett var í árið 1965 stórskemmdist í snjóflóði sem varð í kjölfar óveðurs og mikillar snjókomu 20. og 21. mars. Sigurður skógarvörður hefur sjaldan séð annað eins snjóbrot í skógum Fnjóskadals og í vetur.
Rúnar Ísleifsson talar um uppkvistun og Rakel Jónsdóttir um kosti og galla blandskóga á síðasta fræðslufundi vetrarins í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Akureyri. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 10 á föstudagsmorgun, 28. mars.
Í austurhlíðum Sierra Nevada í Kaliforníu skoðaði íslenskt skógræktarfólk meðal annars jeffrey-furu haustið 2013, tegund sem gjarnan mætti reyna á Íslandi. Tegundin vex meðal annars við Tahoe-vatn sem er í tæplega 2.000 metra hæð yfir sjó.
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að veita 6 milljónir til verndaraðgerða og viðhalds á gönguleiðum á Þórsmörk og Goðalandi í sumar. Þessi svæði eru í umsjá Skógræktar ríkisins. Mikið verk er að byggja upp og halda við þeim 90 kílómetrum af gönguleiðum sem liggja um þessi svæði.