Algjör nýjung í skógarumhirðu á Íslandi

Skógarhöggsvél af gerðinni Gremo 1050H kom til landsins 25. mars á vegum verktakafyrirtækisins 7,9,13 ehf., í eigu Kristjáns Más Magnússonar, sem keypti hana í Svíþjóð. Vélin er 2008-árgerð, notuð en uppgerð af Gremo-verksmiðjunni. Hún verður væntanlega við grisjun í skógum víða um land á komandi árum og verða af henni fleiri fréttir á næstunni. Vélin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Hún verður bylting fyrir íslenska skógrækt enda afkastar hún eins og margir skógarhöggsmenn. Meðfylgjandi mynd tók Þröstur Eysteinsson af vélinni þar sem skógræktarfólk fékk að skoða hana í skemmu eystra.


Jón Loftsson skógræktarstjóri mátar ökumannssætið í nýju vélinni
undir leiðsögn verktakans Kristjáns Más.