Nýlega var undirritaður samningur milli Skógræktarinnar og snyrtivöruframleiðandans Soley-Organics sem felur í sér að sótt verður um lífræna vottun þeirra skógasvæða Skógræktarinnar sem fyrirtækið sækir hráefni í.
Telja má víst að verr hefði farið fyrir hitaveitulögninni sem liggur til Akureyrar frá Laugalandi í Eyjafirði ef trjágróður hefði ekki verið á leið aurskriðunnar sem féll í nótt ofan við Gömlu-Gróðrarstöðina á Akureyri. Skógrækt er öflug aðferð til að draga úr hættu á skriðuföllum.
Viðarskífur eru endingargott efni til klæðningar á veggi og þök. Þær geta enst mannsaldra og lerki úr ungum skógum hentar prýðisvel til skífuframleiðslu.
Ýmsan hag má hafa af ungum skógi, löngu áður en hann fer að gefa nýtanlegt timbur. Hunangsframleiðsla með býflugnarækt er gott dæmi um það.
Jóhann Þórhallsson, sauðfjár- og skógarbóndi í Brekkugerði Fljótsdal, nýtir vel grisjaðan skóg sinn til beitar með góðum árangri. Ef rétt er að staðið gerir þetta bæði skóginum og fénu gagn og hlífir öðru beitilandi.