Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa samið við Umhverfisvöktun ehf. um að greina kolefnislosun á svæðinu og mögulegar mótvægisaðgerðir. Vonast er til að þetta verði skref í átt að markvissri kolefnisjöfnun svæðisins.
Í skógarfurureit sem gróðursett var í árið 1986 á Vöglum á Þelamörk er lifun mjög góð og svo virðist sem furulús hafi lítið spillt fyrir vexti og þroska trjánna. Kvæmið er frá Mæri og Raumsdal í Noregi og lofar reiturinn góðu sem mögulegur frægarður skógarfuru á Íslandi.
Halldór SVerrisson, sérfræðingur hjá Skógræktinni, talar um skaðvalda í trjágróðri á fræðslufundi Garðyrkjufélags Árnesinga sem haldinn verður á fimmtudag í húsakynnum Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi.
Símon Oddgeirsson í Dalseli undir Eyjafjöllum færði á dögunum Skógræktinni höfðinglega gjöf, 68 ha landspildu á Markarfljótsaurum sem Símon hefur grætt upp og ræktað á skóg með stuðningi Skógræktarinnar.
Sæmundur Þorvaldsson, skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni, verður meðal fyrirlesara á ársfundi Minjastofnunar Íslands sem haldinn verður 28. nóvember á Hótel Sögu í Reykjavík. Meginefni fundarins er vernd jarðfastra menningarminja.