Fullorðin asparglytta. Þessi skaðvaldur hefur herjað á aspir á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár og e…
Fullorðin asparglytta. Þessi skaðvaldur hefur herjað á aspir á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár og er hætt við að hann breiðist út um landið á komandi árum. Ljósmynd: Brynja Hrafnkelsdóttir

Auglýsing um fræðslufundinnHalldór Sverrisson, sérfræðingur hjá Skógræktinni, talar um skaðvalda í trjágróðri á fræðslufundi Garðyrkjufélags Árnesinga sem haldinn verður á fimmtudag í húsakynnum Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi.

Garðyrkjufélag Árnesinga stendur fyrir fundinum í samvinnu við Skógræktina og Garðyrkjuskóla LBHÍ á Reykjum. Í erindi sínu fjallar Halldór um það sem er efst á baugi um skaðvalda í trjágróðri. Að erindinu loknu svarar hann spurningum gesta.

Aðgangseyrir er 500 krónur og kaffiveitingar verða í boði. Allt áhugafólk um garð- og skógrækt er boðið sérstaklega velkomið segir í tilkynningu frá Garðyrkjufélagi Árnesinga.

Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Garðyrkjuskólans LBHÍ á Reykjum, fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20.00.

Texti: Pétur Halldórsson