Jóhann Þórhallsson, með sauðfé sínu í skóginum Brekkugerði Fljótsdal. Skjámynd úr myndbandi
Jóhann Þórhallsson, með sauðfé sínu í skóginum Brekkugerði Fljótsdal. Skjámynd úr myndbandi

Jóhann Þórhallsson, sauðfjár- og skógarbóndi í Brekkugerði Fljótsdal, nýtir vel grisjaðan skóg sinn til beitar með góðum árangri. Ef rétt er að staðið gerir þetta bæði skóginum og fénu gagn og hlífir öðru beitilandi.

Hugtökin hagaskógar og hagaskógrækt hafa verið notuð um það þegar skógur er annað hvort ræktaður í því augnamiði að búa til gjöfult beitiland eða þegar til dæmis nytjaskógur er beittur með sjálfbærum hætti. Í Brekkugerði eru hefðbundnir nytjaskógar og hafa Jóhann og fjölskylda unnið ötullega að umhirðu þeirra svo árangurinn yrði sem bestur. Þetta gerir skógana verðmætari í framtíðinni og afurðirnar betur en hefur jafnframt í för með sér mikla grósku í skógarbotni sem gerir að verkum að skógurinn verður gjöfult beiti­land. Skipulögð beit gerir skóginum ekkert illt og dregur jafnvel úr samkeppni botngróðursins við trén. Hafa þarf þó í huga að stöðug beit hindrar eðlilega endurnýjun skógar, ekki síst birkiskógar, og því er nauðsyn­legt að skipuleggja beitina rétt.

Með stýrðri beit má sem sagt vinna bæði skóginum búpeningnum gagn. Í hagaskógrækt er beit stýrt kerfisbundið í skóginum svo að hún gangi ekki um of á vistkerfi skógarins eða dragi úr endurnýjun hans. Í nýju myndbandi sem Hlynur Gauti Sigurðsson hefur unnið segir Jóhann Þórhallsson hvernig skógarnir í Brekkugerði eru nýttir til stýrðrar beitar.

Texti: Pétur Halldórsson