Skógareldar geta kviknað af bæði náttúrlegum orsökum og af mannavöldum. Margar trjátegundir treysta á skógarelda til endurnýjunar en í þéttbýlum löndum á maðurinn líklega sök á flestum skógareldum. Með góðri skógarumhirðu og skógarnytjum má draga úr hættunni.
Veiðifélag Hvammsár og Sandár í Þjórsárdal óskar eftir tilboðum í lax- og silungsveiði í Sandá í Þjórsárdal fyrir árin 2017 til 2020. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út mánudaginn 26. júní.
Laugardaginn 24. júní verður hinn árlegi viðburður, Skógardagurinn mikli, haldinn í Hallormsstaðaskógi. Formleg dagskrá hefst í Mörkinni kl. 13 en klukkutíma fyrr hefst 14 km hlaup um skógarstíga og skógarhöggskeppni.
Unnið verður að sjö verkefnum í Húnaþingi vestra undir merkjum átaksverkefnis í bú­skaparskógrækt sem efnt var til á síð­asta ári. Skjólbeltakerfi verður ræktað á tveimur jörðum, snjófangari á einni jörð og haga­skógur á tveimur. Auk þess verða gerðar tilraunir með skógarbeit og klónatilraun með ösp í skjólbelti.
Mikið ber á brúnleitu birki á höfuðborgarsvæðinu og víðar þessa dagana. Sökudólgurinn er lirfa birkikembunnar sem étur blöðin innan frá. Í nýju rannsóknarverkefni Brynju Hrafnkelsdóttur, sérfræðings á Mógilsá, verður útbreiðsla birkikembu um landið könnuð og áhrif kembunnar á mismunandi birkikvæmi. Allar upplýsingar um birkikembu hvaðanæva af landinu eru því vel þegnar.