Útlit er fyrir mikla fræmyndun í sumar í Hekluskógum eins og annars staðar á landinu. Birkitrén eru hlaðin bæði kven- og karlreklum að sögn Hreins Óskarssonar, sviðstjóra hjá Skógræktinni, sem rætt var við í Samfélaginu á Rás 1 í gær. Sú hugmynd er nú rædd að efna til fræsöfnunarátaks í haust til að nýta allt það fræ sem útlit er fyrir að þroskist þetta sumarið.
Rætt var við Aðalstein Sigurgeirsson, fagmálastjóra Skógræktarinnar, í vísindaþættinum Vetenskapsradions veckomagasin sem er á dagskrá P1 í sænska ríkisútvarpinu á föstudögum. Fjallað var um þá miklu möguleika sem felast í skógrækt á Íslandi, tilganginn og hversu vel skógarnir vaxa á landinu.