Í nýjustu útgáfunni af íslenska vefvafranum Vivaldi hefur leitarvélinni Ecosia verið bætt við. Með notkun Ecosia-leitarvélinni geta notendur vafrans þar með stutt við skógræktarverkefni víðs vegar um heiminn. Einkum er beint sjónum að svæðum þar sem umfangsmikil skógareyðing hefur orðið. Bændablaðið segir frá þessu.
Um 39% sauðfjárbænda segjast hafa stundað skógrækt í einhverri mynd í könnun sem Landssamtök sauðfjárbænda hafa gert meðal félagsmanna sinna. Flestir vilja þeir auka skógrækt sína. Helmingur þeirra sem ekki hafa ræktað skóg hingað til segist hafa áhuga á því.
Skógræktarstjóri vonar að með sölunni á kyndistöð Skógarorku á Hallormsstað séu komnar forsendur til að eðlilegur markaður þróist á Héraði með viðarkurl. 
Þráinn Lárusson, ferðaþjónustufrömuður á Héraði, hefur keypt kyndistöð Skógarorku á Hallormsstað. Hann vonast til að geta boðið íbúum á Hallormsstað að tengjast veitunni líkt og upphaflega var gert ráð fyrir.
Fjallaþinur hefur reglulega þroskað fræ hérlendis síðustu árin og í Þjórsárdal getur nú að líta þétta sjálfsáningu tegundarinnar sem minnir á þinskóga í útlöndum. Ekki er ástæða til að ætla annað en að í fyllingu tímans verði svipuð forendurnýjun fjallaþins hér og á heimaslóðum tegundarinnar.