(mynd: Hreinn Óskarsson)
(mynd: Hreinn Óskarsson)

Ath. stuttan útboðsfrest, 26. júní

Veiðifélag Hvammsár og Sandár í Þjórsárdal óskar eftir tilboðum í lax- og silungsveiði í Sandá í Þjórsárdal fyrir árin 2017 til 2020. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út mánudaginn 26. júní.

Sandá er ein fjögurra áa sem falla í Þjórsá í Þjórsárdal. Áin rennur um þjóðskóginn í Þjórsárdal þar sem gróska hefur aukist að mun hin síðari ár með uppgræðslu- og skógræktarstarfi Skógræktarinnar. Skógur eflir framleiðslu vistkerfa á lífrænu efni sem kemur vatnalífi til góða og eykur þar með fæðuframboð fiska.

Veiðifélag Hvammsár og Sandár í Þjórsárdal er félag veiðiréttareigenda að Sandá, Hvammsá og upptakakvíslum Sandár í Þjórsárdal. Að félaginu standa landeigendur á Ásólfsstöðum I og II, Afréttarfélag Flóa og Skeiða og Skógræktin.

  Fallegt er við Sandá.">

Með almennu útboði er óskað eftir tilboðum í leigu á veiðirétti í Sandá ofan ármóta Hvammsár og Sandár fyrir veiðitímabil áranna 2017-2020 að báðum árunum meðtöldum eins og nánar greinir frá í meðfylgjandi útboðsskilmálum.

Útboðsgögn fást hjá umsjónarmanni útboðsins Trausta Jóhannssyni, skógarverði á Suðurlandi, í síma 865 8770, netfang trausti@skogur.is. Frestur til að skila tilboði rennur út 26. júní 2017 kl 16. Veiðifélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Texti: Pétur Halldórsson
Myndir: Hreinn Óskarsson