Hrafn Óskarsson og Lucile Delfosse, sem bæði vinna í starfstöð Skógræktarinnar á Tumastöðum í Fljótshlíð, hafa hænt að sér auðnutittlinga með fóðurgjöfum. Þeir huguðustu setjast í lófa þeirra og ná sér í sólblómafræ. Kvenfuglarnir eru frakkari en karlfuglarnir. Allt er nú orðið grænt í Fljótshlíðinni og útlit fyrir mikla blómgun á ýmsum tegundum, ekki síst sitkagreni.
Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna með hjálp gervitunglamynda að skógar heimsins ná yfir að minnsta kosti 9 prósentum stærra landsvæði en áður var talið. Vegna þess að skógar jarðarinnar eiga drjúgan þátt í að binda þann koltvísýringsútblástur sem veldur loftslagsbreytingum geta þessi tíðindi haft mikil áhrif á gerð loftslagslíkana.
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur til Akureyrar laugardaginn 13. maí. Farþegar þess verða hinir fyrstu sem gefst kostur á að kaupa tré til að kolefnisjafna ferðalag sitt til Akureyrar.
Á aðalfundi Skógræktarfélags Eyfirðinga sem haldinn verður á morgun, laugardaginn 13. maí, rekur Hallgrímur Indriðason, skipulagsfulltrúi Skógræktarinnar, sögu trjáplöntuuppeldis í Kjarnaskógi sem hófst fyrir sjötíu árum.
Skógræktin lenti í sjöunda sæti af 86 ríkisstofnunum með 50 starfsmenn eða fleiri í valinu á stofnun ársins 2017. Stofnunin er vel yfir meðallagi í öllum þeim þáttum sem spurt var um í könnuninni.