Alþingi tók í gær til umræðu stjórnarfrumvarp til nýrra laga um skóga og skógrækt, þingskjal 538 - 470. mál. Þingmenn sem tóku til máls töldu mikilvægt að auka framlög til skógræktar enda væri þetta hagkvæm leið til kolefnisbindingar upp í skuldbindingar Íslands í Parísarsamkomulaginu.
Skógræktin efndi fyrir skömmu til upplýsingafundar með framleiðendum skógarplantna þar sem farið var yfir ýmislegt sem þurft hefur að samræma í landshlutunum við nytjaskógrækt á lögbýlum eftir að stofnanir sameinuðust í Skógræktina. Skógarplöntuframleiðendur gagnrýna að útboð séu aðeins gerð til þriggja ára í senn. Þeir vilja lengri samninga og einfaldari útboð til að treysta rekstrargrundvöll sinn.
Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir að ríkið eigi að ganga á undan í umhverfismálum með góðu fordæmi og hún er tilbúin af endurvekja kolefnisjöfnun vegna starfsemi ráðuneytanna sem var hætt fyrir 7 árum. Þetta kom fram í Speglinum í Útvarpinu í gærkvöld.
Vísbendingar eru um að birkikemba geti valdið talsverðu tjóni á birkitrjám á sunnan- og vestanverður landinu í sumar að því er fram kemur í frétt í Morgunblaðinu í dag þar sem rætt er við Erling Ólafsson skordýrafræðing. Erling vitjaði gildra við Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá í gær.
Uppgræðsla auðna á hálendi Íslands gæti breytt veðurfari á Íslandi og gert landið vænlegra til búsetu og ræktunar. Á lokaráðstefnu verkefnisins Veljum Vopnafjörð í síðustu viku hvatti Egill Gautason, B.Sc. í búvísindum, til þess að gerðar yrðu grundvallarbreytingar í landnýtingarmálum