Fjórtán hæða timbúshús var nýverið tekið í notkun í Björgvin í Noregi eins og við sögðum frá hér fyrir helgi á skogur.is.  Þetta er hæsta timburhús heims og er mun umhverfisvænna en hús úr steypu og stáli. Ríkisútvarpið tók fréttina upp og hafði eftir Þresti Eysteinssyni, sviðstjóra þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins, að íslensku skógarnir myndu gefa nothæft timbur í háhýsi eftir fáeina áratugi.
Í gær var tekið í notkun í Björgvin í Noregi hæsta timburhús sem reist hefur verið í heiminum hingað til. Húsið er fjórtán hæðir, grind úr límtré sem tilbúnum einingum er raðað inn í. Heimsmetið stendur þó ekki lengi því ákveðið hefur verið að reisa 20 hæða timburháhýsi í Vancouver í Kanada sem áætlað er að verði tilbúið haustið 2017. Kolefnisfótspor timburhúsa er sáralítið miðað við hús úr stáli og steinsteypu og timburhús geyma í sér kolefnið meðan þau standa.
Nemendur úr öðrum bekk Vatnsendaskóla komu í aðventuheimsókn á Mógilsá í gær, gengu um skóginn, fræddust um náttúruna og náðu í jólatré fyrir skólann sinn.
Skógrækt ríkisins, skógræktarfélög og fleiri bjóða fólk velkomið í skóga fyrir jólin til að velja sér jólatré og fella sjálft. Þetta er orðið hefð hjá mörgum fjölskyldum og nýtur vaxandi vinsælda. Víða verður líf og fjör í skógum landsins það sem eftir lifir fram að jólum.
Laugardaginn 12. desember verður haldinn jólamarkaður í starfstöð Skógræktar ríkisins í Vaglaskógi frá kl. 13 til 17. Handverksfólk úr Þingeyjarsveit verður með fjölbreyttan varning til sölu. Einnig verður hægt að kaupa jólatré, greinar, arinvið og fleira úr Vaglaskógi. Nemendur úr Stórutjarnarskóla verða með kaffisölu fyrir ferðasjóð nemenda.