Úr Fnjóskadal á hrímguðum degi í nóvember 2015. Mynd: Pétur Halldórsson
Úr Fnjóskadal á hrímguðum degi í nóvember 2015. Mynd: Pétur Halldórsson

Jólatré, greinar, arinviður, handverk, kaffisala

Laugardaginn 12. desember verður haldinn jólamarkaður í starfstöð Skógræktar ríkisins í Vaglaskógi frá kl. 13 til 17.

Handverksfólk úr Þingeyjarsveit verður með fjölbreyttan varning til sölu. Einnig verður hægt að kaupa jólatré, greinar, arinvið og fleira úr Vaglaskógi. Nemendur úr Stórutjarnarskóla verða með kaffisölu fyrir ferðasjóð nemenda.

Rétt er að minna líka á hinn árlega Jólakött, jólamarkað sem haldinn er í húsakynnum Barra í Fellabæ þennan sama dag og við höfum þegar sagt frá hér á skogur.is.

Sömuleiðis er rétt að minna á að Sunnlendingar geta sótt sér jólatré í Haukadalsskóg tvær næstu helgar og svipaða sögu er að segja um Vesturland. Um næstu helgi verður opið í Selskógi þar sem fólk getur komið og fellt eigið jólatré og 19. desember verða til sölu jólatré á markaði á Hvanneyri sem konur þar og í nærsveitum standa fyrir.


Sjáumst í jólaskapi í skóginum!

Texti: Pétur Halldórsson