Landssambönd skógareigenda í löndum heimsins hafa með sér samstarf í alþjóðlegum samtökum. Í nýútkomnu fréttabréfi þessara alþjóðasamtaka er m.a. sagt frá skýrslu um það hvað stjórnvöld í löndum heims geti gert til að efla samtök skógræktenda.
Íslenski arkitektinn Dagur Eggertsson, sem býr og starfar í Ósló, tók þátt í forvitnilegu hönnunarverkefni í litlu þorpi austast í Austurríki. Hönnuð voru sjö strætóskýli sem eru hvert öðru nýstárlegra. Trjáviður er notaður með skemmtilegum hætti í sumum skýlanna, meðal annars því sem Dagur tók þátt í að hanna.
Skógrækt ríkisins á Vöglum býður gesti velkomna í skóginn sunnudaginn 20. júlí kl. 14. Þessar vikurnar er unnið að grisjun í skóginum með öflugri grisjunarvél sem sýnd verður í verki á skógardeginum. Einnig verður gestum boðið í fræhúsið á staðnum þar sem það fær að fræðast um fræræktina.
Ná mætti allt að 30.000 rúmmetrum af trjáviði næstu fimm árin með grisjunum í helstu þjóðskógum landsins. Í nýútkomnu Ársriti Skógræktar ríkisins 2013 er í fyrsta sinn gefin skýrsla um tiltækt grisjunarmagn í þeim skógum sem eru í umsjón Skógræktarinnar og kallaðir eru þjóðskógar.
Greinilegt er að það þykja tíðindi, sem frá segir í nýútkomnu Ársriti Skógræktar ríkisins 2013, að birki geti vaxið á mestöllu hálendi Íslands ef spár um 2°C hlýnun frá meðaltalinu 1960-1990 rætast. Morgunblaðið birtir frétt um málið í dag og Bylgjan segir frá því í hádegisfréttum.