Birki á Sprengisandi? Ársrit SR 2013 komið út
Ef meðalhiti á Íslandi hækkar um tvær gráður gætu birkiskógar breiðst út um mestallt hálendi Íslands. Þetta kemur fram í grein Björns Traustasonar, Bjarka Þórs Kjartanssonar og Þorbergs Hjalta Jónssonar, sérfræðinga á Mógilsá, sem er meðal efnis í nýútkomnu Ársriti Skógræktar ríkisins 2013.
11.07.2014