Þorvaldur Böðvarsson, skógarbóndi á Grund II í Vesturhópi, notar hálfrar aldar Ferguson við skógrækt sína. Traktorinn er á tvöföldum dekkjum að aftan og með tönn að framan. Á þessu tæki eru Þorvaldi allir vegir færir við skógræktarstörfin eins og kemur fram í skemmtilegri frétt á vef skógarbænda.
Líf og fjör verður í Kjarnaskógi á Akureyri laugardaginn 5. júlí þegar þar verður í fyrsta sinn haldinn Skógardagur Norðurlands. Gestir fá að fræðast um skógrækt og skógarnytjar, séð skógarhöggsmenn að verki og skoðað tækjabúnað þeirra en einnig verður í boði leiksýning, ratleikur, skákmót og fleira.