Morgunblaðið ríður á vaðið og Bylgjan fylgir í kjölfarið

Greinilegt er að það þykja tíðindi, sem frá segir í nýútkomnu Ársriti Skógræktar ríkisins 2013, að birki geti vaxið á mestöllu hálendi Íslands ef spár um 2°C hlýnun frá meðaltalinu 1960-1990 rætast. Þegar hefur hlýnað um eina gráðu. Morgunblaðið birtir frétt um málið í dag og Bylgjan segir frá því í hádegisfréttum.