Skógrækt ríkisins tók þátt í Vísindavöku Rannís á dögunum. Mikill fjöldi fólks heimsótti bás Skógræktar ríkisins og mesta athygli vakti hversu miklar breytingar gætu orðið á gróðurfari landsins ef spár um 2,7°C hlýnun í lok aldarinnar ganga eftir.
Sumarið 2010 var borkjörnum safnað úr tuttugu ungum birkitrjám í Bolholti á Rangárvöllum. Helstu niðurstöður sýna að hlýnandi veðurfar síðustu ára hefur aukið vöxtinn umtalsvert í birkinu.
Vaxandi áhugi er á því erlendis að nota viðarkolaafurð sem nefnd er „biochar“ á ensku og nefnd hefur verið lífkol á íslensku til þess að bæta jarðveg og auka vöxt nytjaplantna.
Samkvæmt nýjustu útreikningum eru ræktaðir skógar á Íslandi um 34.600 ha en náttúrulegir birkiskógar og -kjarr þekja 85.000 ha.
Út er komin mikil skýrsla frá sænsku skógrannsóknastofnuninni (Skogforsk) um aspir og mögulega ræktun þeirra og nýtingu í Svíþjóð.