Skógrækt ríkisins tók þátt í Vísindavöku Rannís á dögunum. Þar fjallaði Björn Traustason, sérfræðingur á Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá, um greiningu sem hann og félagi hans á Mógilsá, Þorbergur Hjalti Jónsson, unnu að. Hann greindi frá þróun vaxtarskilyrði skóga á Íslandi frá fyrri hluta 19. aldar til okkar tíma og spá um hvernig vaxtarskilyrði skóga gætu orðið í lok 21. aldar.

Mikill fjöldi fólks heimsótti bás Skógræktar ríkisins og vakti veggspjaldið með kortum af vaxtarskilyrðum skóga á Íslandi mikla athygli. Mesta athygli vakti hversu miklar breytingar gætu orðið á gróðurfari landsins ef spár um 2,7°C hlýnun í lok aldarinnar ganga eftir.

Texti: Björn Traustason