Starf forstöðumanns sameinaðrar stofnunar Skógræktarinnar og Landgræðslunnar var auglýst laust til umsóknar 16. júní. Umsóknarfrestur er nú útrunninn og hefur matvælaráðuneytið birt nöfn umsækjenda. Þeir voru níu talsins og þar af eru fimm starfsmenn Skógræktarinnar.
Nú er sumarið að ná hámarki og lífkerfið á fullri ferð. Þetta á þar með líka við skaðvaldana sem herja á tré og runna. Líkt og fyrri ár óskar Skógræktin eftir upplýsingum frá almenningi um skaðvalda á trjám um allt land og sömuleiðis um almennt ástand skóga, svo sem áhrif tíðarfars eða einstakra óveðra.
Auk þess að binda kolefni þurfa skógar sem ræktaðir eru á Íslandi að þola þær loftslagsbreytingar sem fram undan eru og vera fjölbreyttir. Stórauka þarf fræðslu um skóga og skógrækt meðal almennings og í skólum. Mikil tækifæri eru líka í skjólbeltarækt við akra og tún. Að skógrækt sé skipulagslaus, illa ígrunduð og óheft er rangt.
Fyrsta námskeiðið í nýrri röð undir heitinu Grænni skógar I fer fram í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi 22.-23. september í haust. Námskeiðaröðin tekur fimm annir og taka nemendur að jafnaði þrjú námskeið á hverri önn.
Auglýst er eftir nýjum þátttakendum í verkefnið loftslagsvænan landbúnað. Nú er óskað þátttöku frá bændum í útiræktun grænmetis auk sauðfjár- og nautgriparæktar. Verkefnið hefst með haustinu og er umsóknarfrestur til 20. ágúst.