Starfsfólk Skógræktarinnar og Landgræðslunnar að störfum við samvinnuverkefni í skógrækt og landgræð…
Starfsfólk Skógræktarinnar og Landgræðslunnar að störfum við samvinnuverkefni í skógrækt og landgræðslu á Hólasandi. Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Starf forstöðumanns sameinaðrar stofnunar Skógræktarinnar og Landgræðslunnar var auglýst laust til umsóknar 16. júní. Umsóknarfrestur er nú útrunninn og hefur matvælaráðuneytið birt nöfn umsækjenda. Þeir voru níu talsins og þar af eru fimm starfsmenn Skógræktarinnar.

Matvælaráðherra skipar í embættið að undangengnu mati hæfnisnefndar. Hæfnisnefnd skipa Kristján Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, Björn Helgi Barkarson, skrifstofustofustjóri í matvælaráðuneytinu, og Auður Bjarnadóttir, ráðgjafi hjá Vinnvinn.

Af umsækjendunum níu eru fimm úr hópi starfsfólks Skógræktarinnar, þau Aðalsteinn Sigurgeirsson fagmálastjóri, Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðstjóri ransókna, Gunnlaugur Guðjónsson, sviðstjóri rekstrar, Hreinn Óskarsson, sviðstjóri þjóðskóga, og Páll Sigurðsson skipulagsfulltrúi. Enginn sótti um úr röðum Landgræðslunnar.

 Texti: Pétur Halldórsson