Í gær voru fyrstu límtrésbitarnir sem framleiddir eru úr íslensku timbri með alþjóðlegri vottun fluttir úr verksmiðju Límtrés Vírnets á Flúðum og að brúarstæði nýrrar brúar yfir Þjórsá við Búrfell.
Um þessar mundir eru haldin grunnnámskeið fyrir nýjar þátttakendur í skógrækt á lögbýlum. Í dag og á morgun fer til dæmis fram námskeið fyrir nýja skógarbændur á Vesturlandi og Vestfjörðum. Hátt í 100 manns taka þátt í þessum námskeiðum þetta árið. Námskeiðin fara nú fram í fjarfundakerfi.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tók þátt í áttunda ráðherrafundi Forest Europe nú í vikunni. Þar undirritaði hann svokallaða Bratislava-yfirlýsingu um vernd og mikilvægi skóga. Forest Europe er samstarf ráðherra sviði skógarmála í álfunni og hefur það markmið að efla og samhæfa vernd, ræktun og nýtingu skóga í Evrópu. Íslendingar taka með undirrituninni heils hugar undir allt sem stendur í yfirlýsingunni enda er skógrækt á Íslandi í anda hennar.
Ferðatakmarkanir til Noregs valda framleiðendum skógarplantna í landinu nú áhyggjum því verkafólk frá öðrum löndum sem þangað hefur komið til að gróðursetja á nú bágt með að komast þangað. Biðlað er til almennings í Noregi að ráða sig í vinnu við gróðursetningu til að bjarga málunum. Í húfi sé ekki bara gróðursetning ársins heldur loftslagið á jörðinni.
Merkur áfangi hefur nú náðst í þróun og nýtingu viðarafurða á Íslandi. Íslenskt sitkagreni hefur hlotið vottun sem þarf til að framleiða megi úr því viðurkennt límtré í mannvirki. Gæðastjóri hjá Límtré Vírneti segir að með einbeittari ræktun á nytjaviði til slíkrar framleiðslu ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu í framtíðinni að framleiða alíslenskt límtré. Hér vanti þó einsleitari framleiðslu og þróaðri vinnsluferli timburs frá fellingu að vinnslustað.