NordGen Forest, skógasvið norrænu erfðavarðveislustofnunarinnar, býður til vefmálþings miðvikudaginn 24. mars með yfirskriftinni „Ný tækni í plöntuframleiðslu“. Öllum er velkomið að skrá sig til þátttöku.
Þema alþjóðlegs dags skóga 2021 hjá FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, er endurreisn skóglendis þar sem skógi hefur áður verið eytt. Þetta er einmitt meginverkefni skógræktar á Íslandi enda var landið að miklu leyti vaxið skóglendi við landnám. Skógræktin hefur gefið út myndband í tilefni dagsins, sem er 21. mars.
Bjarki Þór Kjartansson, sérfræðingur á rannsóknasviði Skógræktarinnar, útskýrði í Landanum í Sjónvarpinu sunnudagskvöldið 14. mars hvernig fundið er út hversu mikinn lífmassa tré hafa að geyma. Í þættinum er líka fjallað um merkilegt starf Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk við skógrækt, grisjun og viðarvinnslu.
Tvær doktorsnemastöður og sex meistaraverkefni standa til boða í tengslum við samstarfsverkefnið BirkiVist sem snýst um endurheimt birkivistkerfa á 21. öld. Skógræktin er meðal stofnana sem að verkefninu standa.
Persónuverndarstefnu Skógræktarinnar er að finna á vef stofnunarinnar ásamt ýmsum öðrum skjölum sem snerta stefnu og skipulag, öryggi og umhverfi. Undir persónuverndarstefnu Skógræktarinnar fellur skráning, varsla og vinnsla á persónuupplýsingum sem falla undir stefnuna.